„Mikil vonbrigði fyrir Aron“

Aron Jóhannsson fagnar marki með Werder Bremen.
Aron Jóhannsson fagnar marki með Werder Bremen. AFP

Aron Jóhannsson, leikmaður þýska knattspyrnuliðsins Werder Bremen, hefur þurft að draga sig út úr bandaríska landsliðshópnum fyrir vináttuleikinn gegn Paragvæ síðar í þessum mánuði.

Aron var valinn í landsliðshópinn í fyrsta sinn í 16 mánuði en hann lék síðast með bandaríska landsliðinu í september 2015.

„Fyrir leikinn á móti Köln var hann í vandræðum með hásinina. Á laugardaginn í leiknum á móti Augsburg fékk hann högg á hásinina sem gerði verkinn meiri. Við komust því að þeirri ákvörðun í samráði við bandaríska landsliðið að hann yrði um kyrrt í Bremen þar sem hann mun jafna sig í stað þess að vera með í landsliðshópnum fyrir leikinn á móti Paragvæ.

Þetta er mikil vonbrigði fyrir Aron sérstaklega þar sem hann valinn í landsliðshópinn í fyrsta skipti í nokkurn tíma,“ segir Florian Kohfeldt þjálfari Werder Bremen á vef félagsins en Aron kom inná í leiknum við Augsburg og lék síðustu mínútur leiksins.

Aron, sem hefur verið óheppinn með meiðsli síðustu árin, hefur komið við sögu í 10 leikjum með Werder Bremen í deildinni á tímabilinu og hefur í þeim skorað eitt mark og þá skoraði hann eitt mark í þýsku bikarkeppninni. Hann á að baki 19 leiki með bandaríska landsliðinu og hefur í þeim skorað 4 mörk.

mbl.is