Veðjaði við liðsfélaga sína

Cristiano Ronaldo fagnar fjórða marki sínu gegn Girona um síðustu …
Cristiano Ronaldo fagnar fjórða marki sínu gegn Girona um síðustu helgi. AFP

Í nóvember veðjaði Cristiano Ronaldo við liðsfélaga sína í Real Madrid um að hann myndi í lok leiktíðarinnar standi uppi sem markahæsti leikmaðurinn í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu.

Spænska blaðið Marca greinir frá þessu en veðmálið átti sér stað eftir leik á móti Las Palmas í byrjun nóvember. Ronaldo tókst ekki að skora í þeim leik og var á þessum tímapunkti aðeins búinn að skora eitt mark í fyrstu sjö leikjum sínum á meðan Lionel Messi var búinn að skora 12 mörk.

En staðan hefur heldur betur breyst. Ronaldo hefur raðað inn mörkum síðustu vikurnar. Hann er búinn að skora í átta leikjum Real Madrid í röð í öllum keppnum og hefur skorað 18 mörk í deildinni í síðustu deildarleikjum. Um síðustu helgi skoraði hann fernu í sigri Madridarliðsins gegn Girona, 6:3.

Nú munar aðeins þremur mörkum á Messi og Ronaldo. Messi er markahæstur í deildinni með 25 mörk en Ronaldo kemur næstur með 22. Níu umferðir eru eftir af deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert