Argentínskir markahrókar gætu misst af HM

Paulo Dybala er einn besti leikmaður Juventus.
Paulo Dybala er einn besti leikmaður Juventus. AFP

Íslenska landsliðið gæti sloppið við að mæta tveimur argentínskum markahrókum á HM í Rússlandi í sumar. Paulo Dybala, leikmaður Juventus, og Mauro Icardi, leikmaður Inter, eru að spila vel á Ítalíu og að skora mikið, en ólíklegt þykir að þeir verði með á HM.

Dybala og Icardi hafa báðir spilað fyrir landsliðið á undanförnum árum, en Jorge Sampaoli, landsliðsþjálfari Argentínu, virðist ekki hafa nægilega mikla trú á þeim fyrir HM. Þeir eru ekki í argentínska hópnum sem mætir Ítalíu og Spáni í vináttuleikjum á næstu dögum. 

„Það verður erfitt fyrir Dybala að venjast leikskipulaginu okkar. Það hefur ekki gengið hjá okkur að fá hann til að spila betur og við þurfum að komast að því hvort við viljum halda áfram að leyfa honum að bæta sig, eða hvort við séum með aðra leikmenn sem eru betri.“

Icardi hefur ekki skorað með landsliðinu, þrátt fyrir að hann sé aðalmarkaskorari Inter. „Það er vont að bera saman frammistöðuna hans með Inter og svo landsliðinu. Við höfum ekki langan tíma til að finna lausnir á þessu. Það er ekki útilokað að þeir verði með, en við verðum að forgangsraða leikmönnum í hópnum á HM,“ sagði Sampaoli um þá Dybala og Icardi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert