Fimmta mark Söru (myndskeið)

Sara Björk fagnar marki sínu með liðsfélögum sínum í gær.
Sara Björk fagnar marki sínu með liðsfélögum sínum í gær. Ljósmynd/Heimasíða Wolfsburg

Landsliðsfyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur halda engin bönd í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Sandra María Jessen og samherjar hennar í Slaviu Prag fengu að finna fyrir því í gær þegar Sara skoraði enn eitt markið í keppninni í vetur fyrir þýska liðið Wolfsburg.

Wolfsburg vann þá sannfærandi 5:0 sigur í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum keppninnar. Leikið var í Þýskalandi en ekki er hægt að segja annað en að þýska liðið standi vel að vígi fyrir síðari leik liðanna í Tékklandi.

Sara Björk skoraði þriðja mark Wolfsburg á 39. mínútu leiksins var staðan 3:0 að loknum fyrri hálfleik. Hin mörkin skoruðu þær Caroline Hansen, Ewa Pajor og Pernille Harder sem skoraði tvívegis.

Sara lék allan tímann á miðjunni hjá Wolfsburg og var þetta fimmta markið hennar í keppninni. Sandra María Jessen lék allan leikinn fyrir Slavia Prag en hún gekk í raðir liðsins í vetur frá Þór/KA. Seinni leikurinn fer fram næsta miðvikudag.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá mörkin en mark Söru kemur eftir 1,45 mínútur í myndskeiðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert