Giggs segir Bale að halda sig fjarri United

Gareth Bale skoraði þrjú mörk gegn Kína í fyrradag.
Gareth Bale skoraði þrjú mörk gegn Kína í fyrradag. AFP

Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales, segir að Gareth Bale eigi að hundsa áhuga José Mourinho og Manchester United og halda sér hjá spænska risanum í Real Madrid.

Giggs varði öllum sínum árum sem leikmaður hjá United og spilaði 963 leiki fyrir liðið og vann ótal titla á glæstum ferli. Engu að síður hefur þessi Manchester goðsögn ráðlagt Bale að halda sig í Madríd, jafnvel þótt welska stjarnan eigi ekki fast sæti þar um þessar mundir.

„Við erum að tala um Real Madrid, það eru fáir klúbbar sem eru jafn stórir. Hvað hefur Gareth unnið þarna, þrjá Meistaradeildartitla? Það segir allt sem segja þarf, auðvitað myndi leikmaður vilja vera þar áfram. Þegar þú ert hjá svona félagi, þá muntu alltaf vinna titla.“

Giggs vann sinn fyrsta leik sem stjóri Wales á dögunum þegar liðið skellti Kínverjum 6:0 en Bale skoraði þrennu í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert