Sumir nýttu tækifærið og aðrir ekki

Mexíkanar fagna einu marka sinna á Levi's vellinum í nótt. …
Mexíkanar fagna einu marka sinna á Levi's vellinum í nótt. Rúrik Gíslason fylgist hnugginn með. Ljósmynd/Ingibjörg Friðriksdóttir

Íslenska landsliðið í knatt­spyrnu varð að sætta sig við 3:0-tap gegn Mexí­kó í vináttu­leik í Santa Cl­ara í Kali­forn­íu í nótt. Þrátt fyr­ir marka­töl­una var margt já­kvætt í leik ís­lenska liðsins og tapið óþarf­lega stórt miðað við gang hans að mati Heimis Hallgrímssonar landsliðsþjálfara.

„Frammistaðan var, á margan hátt, fín en þetta þriðja mark setur ljótan svip á leikinn. Ég hefði verið nokkuð sáttur við 2:0 miðað við hvernig leikurinn spilaðist,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir 3:0 tapið gegn Mexíkó í vináttuleik í Kaliforníu í nótt.

Nokkuð hringl var á byrjunarliðinu og ljóst að Heimir er að nýta þessa vináttuleiki til að gefa ýmsum leikmönnum tækifæri til að standa sig. Hann segir slíkar tilraunir geta kostað sitt eins og raun bar vitni.

„Við fengum færi til að skora og voru alltaf inni í leiknum. Þeirra mörk voru heldur ólík því sem við erum vanir að fá á okkur. Almennt er ég nokkuð ánægður með frammistöðuna, við erum í þessu til að fá svör og menn fá tækifæri, sumir nýta það vel og aðrir ekki. Það er kostnaðarsamt að vera leita að svörum.“

Aron alltaf mikilvægur

Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur verið að glíma við erfið meiðsli undanfarið en hann spilaði hálfan leikinn í nótt og er allur að koma til. Heimir segir það alltaf ákveðinn missi að vera án jafn mikilvægs leikmanns.

„Aron Einar er alltaf mikilvægur fyrir okkur. Hann er leiðtogi, stýrir mönnum í kringum sig og það er alltaf missir þegar hann er ekki með en við eigum menn sem geta fyllt í hans skarð. Það hefði verið óráðlegt að spila honum lengur, hann er að koma til baka.“

Sjá allt viðtalið við Heimi á íþróttavef RÚV.

Heimir Hallgrímsson var sáttur með frammistöðuna en svekktur með úrslitin …
Heimir Hallgrímsson var sáttur með frammistöðuna en svekktur með úrslitin í nótt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert