Eiður Smári er ekki spilafíkill

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðins í fótbolta frá upphafi, segist ekki vera spilafíkill, þrátt fyrir að breskir fjölmiðlar hafi greint frá því á sínum tíma. Jimmy Floyd Hasselbaink, fyrrverandi liðsfélagi og vinur Eiðs, greindi einnig frá því í ævisögu sinni. 

Eiður greinir hins vegar frá því í þáttunum Gudjohnsen, sem framleiddir voru fyrir sjónvarp Símans, að hann sé ekki spilafíkill. 

„Pressan fann frétt og bjó til úlfalda úr mýflugu. Ég asnaðist til að fara í viðtal þar sem búið var að setja það upp að ég væri að vara ungu kynslóðina við að þetta væri hættulegt. Ungir atvinnumenn með peninga ættu að vara sig á hættunum, hvort sem það væru veðmál eða að fara út á lífið.“

„Umboðsmaðurinn minn ráðlagði mér að fara í þetta viðtal, en þetta er sennilega versta ákvörðun sem hefur verið tekin því í kjölfarið halda allir að ég sé spilafíkill. Ég hef farið í spilavíti en ég er ekki spilafíkill,“ sagði Eiður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert