Ævintýraleg byrjun Andra

Andri Rúnar Bjarnason.
Andri Rúnar Bjarnason. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Bolvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason hefur byrjað atvinnumannaferilinn með látum. Eftir að hafa jafnað markametið í efstu deild á Íslandsmótinu í knattspyrnu í fyrra hélt Andri til Svíþjóðar og samdi við b-deildarliðið Helsingborg. Skoraði hann þrennu um helgina í öðrum deildarleik sínum fyrir liðið í 5:1 sigri á Frej.

„Aðallega er léttir að vera búinn að skora í deildinni en vissulega fylgir þessu mjög góð tilfinning. Þegar maður skiptir um lið þá skiptir máli að vera fljótur að aðlagast og varla er hægt að biðja um meira en að byrja með þessum hætti. Það er ekkert grín að koma inn í svona lið þar sem eru töluvert betri leikmenn en maður hefur vanist. Meiri gæði á æfingum þar sem allt er miklu hraðara og maður þarf að vera fljótur að hugsa. Að ná þessu á svona stuttum tíma er mikill léttir,“ sagði Andri í samtali við Morgunblaðið í gær.

Nánar er rætt við Andra í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.