Mark Viðars dugði skammt

Viðar Örn Kjartansson í leik með Maccabi Tel Aviv.
Viðar Örn Kjartansson í leik með Maccabi Tel Aviv. AFP

Landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson skoraði í kvöld sitt 12. mark í ísraelsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Það dugði þó skammt því lið hans, Maccabi Tel Aviv, tapaði á útivelli gegn Beitar Jerusalem, 3:2. Viðar Örn spilaði allan leikinn og minnkaði muninn fyrir sína menn á 58. mínútu leiksins. Maccabi Tel Aviv er í fjórða sæti í úrslitakeppninni um meistaratitilinn.

mbl.is