Segja Iniesta hafa ákveðið sig

Andrés Iniesta.
Andrés Iniesta. AFP

Spænska íþróttadagblaðið AS segir að Andrés Iniesta, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins í knattspyrnu, sé búinn að taka ákvörðun um að yfirgefa Barcelona í sumar og fara til Kína.

Iniesta hefur áður sagt að þetta væri möguleiki en að hann myndi ákveða sig í lok apríl. Annaðhvort yrði hann um kyrrt í Barcelona eða flytti til Kína.

Blaðið segir að Barcelona viti af ákvörðun Iniesta sem muni ekki opinbera hana fyrr en eftir úrslitaleik Barcelona og Sevilla í spænsku bikarkeppninni á laugardaginn.

Þá segir AS að Iniesta muni skrifa undir þriggja ára samning við kínverskt félag en ekki sé vitað hvert félagið sé.

Iniesta er 33 ára gamall og á að baki 669 leiki með aðalliði Barcelona og mikinn fjölda titla.

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla