Kynþáttaníð í leik Rússlands og Frakklands?

Paul Pogba fagnar marki sínu fyrir Frakka í leiknum gegn ...
Paul Pogba fagnar marki sínu fyrir Frakka í leiknum gegn Rússum. AFP

Alþjóða knattspyrnusambandið hefur til rannsóknar hegðun áhorfenda í Rússlandi í vináttulandsleik Rússlands og Frakklands í vetur. Grunur leikur á um kynþáttaníð að hálfu stuðningsmanna Rússlands.

Til rannsóknar er hvort stuðningsmenn Rússa hafi sungið niðrandi söngva og beint þeim að hörundsdökkum leikmönnum Frakklands. 

Alþjóða knattspyrnusambandið hefur ekki tjáð sig um málið sem eflaust er viðkvæmt þar sem Rússar eru gestgjafar HM í sumar. 

mbl.is