Agüero gæti misst af leiknum gegn Íslandi

Sergio Agüero.
Sergio Agüero. AFP

Argentínski knattspyrnumaðurinn Sergio Agüero er í kapphlaupi við tímann um að vera klár í slaginn fyrir viðureign Íslands og Argentínu í fyrsta leik liðanna á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar.

Agüero gekkst nýlega und­ir aðgerð á hné til að fá bót meina sinna og hefur verið fjarri góðu gamni í undanförnum leikjum Manchester City.

Nú hefur læknir argentínska landsliðsins viðurkennt að ólíklegt þyki að Agüero verði heill heilsu þegar heimsmeistaramótið fer af stað. Segir hann ástand Agüero valda „áhyggjum“ og að endurhæfingin muni taka lengri tíma, sökum þess að framherjinn er ekki að jafna sig af sínum fyrstu meiðslum.

Ísland og Argentína mætast í Moskvu 16. júní næstkomandi í fyrsta leik D-riðils heimsmeistaramótsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert