Aron með þrennu í fyrsta bikarleik

Aron Sigurðarson í leik með Start.
Aron Sigurðarson í leik með Start. Ljósmynd/Heimasíða Start

Fyrsta umferð norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu fór af stað í dag og voru nokkrir Íslendingar í eldlínunni.

Helst ber að geta stórleiks Arons Sigurðarsonar sem skoraði þrennu í 8:1-stórsigri Start á Vigør. Mörk Arons komu á 30 mínútna kafla eða á 33., 40. og 63. mínútu leiksins. Guðmundur Andri Tryggvason var einnig í liði Start en Kristján Flóki Finnbogason var ónotaður varamaður.

Ingvar Jónsson var í marki Sandefjord sem vann stórsigur á Eik-Tønsberg, 6:1, en Emil Pálsson var ekki með vegna meiðsla.

Orri Sigurður Ómarsson lék fyrsta klukkutímann í 3:1-útisigri á HamKam gegn Tynset. Samúel Friðjónsson sat allan tímann á varamannabekknum er Vålerenga rótburstaði Årvoll 8:0.

Það fór hins vegar illa fyrir Aalesund, sem leikur í B-deildinni, en liðið tapaði 2:1 á útivelli gegn D-deildarliði Bergsøy. Hólmbert Aron Friðjónsson og Aron Elís Þrándarson voru á varamannabekk Aalesund í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert