Breyttir tímar hjá Barcelona

Leikmenn Barcelona fagna marki gegn Celta í gær.
Leikmenn Barcelona fagna marki gegn Celta í gær. AFP

Byrjunarlið Barcelona gegn Celta í spænsku knattspyrnunni hefur vakið athygli fyrir þær sakir að enginn þeirra ellefu sem byrjuðu inn á eru frá Katalóníu né höfðu þeir komið við í unglingaakademíu Barca. 

Á samskiptamiðlum hefur því verið haldið fram að slík staða hafi ekki komið upp í deildaleik hjá Barca í sextán ár. 

Þjóðernisvitund er sterk í Katalóníu eins og flestir vita. Í gegnum tíðina hafa Katalónar iðulega verið í hlutverkum hjá liðinu en í mismiklum mæli svo sem. Þegar Barcelona var hvað öflugast fyrir nokkrum árum voru lykilmenn eins og Xavi, Iniesta og Puyol frá Katalóníu auk þess sem Messi kom þangað mjög ungur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert