Ronaldo kom Madríd til bjargar

Cristiano Ronaldo fagnar jöfnunarmarki sínu í kvöld.
Cristiano Ronaldo fagnar jöfnunarmarki sínu í kvöld. AFP

Real Madrid varð að sætta sig við 1:1-jafntefli á heimavelli gegn Athletic Bilbao í efstu deildinni á Spáni í knattspyrnu í kvöld.

Gestirnir skoruðu fyrsta mark kvöldsins en það gerði Inaki Williams strax á 14. mínútu og stefndi lengi vel í óvæntan sigur þeirra.

Cristiano Ronaldo bjargaði þó að lokum stiginu fyrir heimamenn og skoraði jafnframt í 12. leiknum í röð með marki sínu á 87. mínútu. Madrídingar reyndu hvað þeir gátu til að taka stigin þrjú en allt kom fyrir ekki.

Real Madrid er áfram í þriðja sætinu, nú með 68 stig þegar fimm umferðir eru eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert