Endursýningar á stórum skjá eftir að dæmt hefur verið

Dómarinn Paul Tierney bíður eftir að ákvörðun verði tekin í …
Dómarinn Paul Tierney bíður eftir að ákvörðun verði tekin í leik Tottenham og Rochdale í enska bikarnum fyrr á leiktíðinni. Í þeirri viðureign var mark dæmt af og víti sem var dæmt tekið til baka með myndbandsdómgæslu. AFP

Notast verður við myndbandsdómgæslu á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í fyrsta skipti. Í dag kemur fram í frétt BBC að þær endursýningar sem teknar verða fyrir af myndbandsdómurum á heimsmeistaramótinu verði einnig sýndar á stórum skjá fyrir áhorfendur.

Notast var við myndbandsdómgæslu í enska bikarnum á þessari leiktíð þar sem framkvæmdin var gagnrýnd harkalega af mörgum. Eitt af því sem var gagnrýnt var að áhorfendur á vellinum fengu ekki að sjá þær endursýningar og upptökur sem notaðar voru til þess að taka ákvarðanir sem leiddi oft til mikillar ringulreiðar.

Á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar verður áhorfendum aftur á móti sagt frá því hvers vegna atvik er tekið til skoðunar og hvað býr að baki endanlegri ákvörðun dómarans. Endursýningarnar munu þó ekki verða sýndar áhorfendum á vellinum fyrr en eftir að dómarinn hefur tekið ákvörðun svo áhorfendur geti ekki haft áhrif.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert