Þýskaland sækir um EM 2024

Grindel ásamt Philipp Lahm, fyrrum leikmanni landsliðsins.
Grindel ásamt Philipp Lahm, fyrrum leikmanni landsliðsins. AFP

Þýskaland hefur sótt um að fá að halda Evrópumót karla í fótbolta árið 2024. Reinhard Grindel, forseti þýska knattspyrnusambandið sendi inn formlega umsókn til UEFA í dag.

Þjóðverjar hafa unnið Evrópumótið í þrígang og töpuðu fyrir Spánverjum í úrslitum 2008. Evrópumótið fór síðast fram í landinu árið 1988, en heimsmeistaramótið fór fram þar í landi árið 2006. 

„Við teljum umsóknina okkar vera afar góða og við getum boðið upp á fullkomlega skipulagt og gott Evrópumót sem mun hjálpa UEFA við að þróa evrópskan fótbolta. Við viljum að EM 2024 verði í hjarta Evrópu," sagði Grindel í samtali við UEFA. 

UEFA fer yfir umsóknir á næstu vikum og búist er við að Tyrkland sæki einnig um að halda mótið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert