Meiri möguleikar en á móti Barcelona

Eusebio Di Francesco, þjálfari Roma.
Eusebio Di Francesco, þjálfari Roma. AFP

Eusebio Di Francesco, þjálfari ítalska knattspyrnuliðsins Roma, trúir á annað kraftaverk sinna manna.

Roma tapaði fyrir Liverpool, 5:2, á Anfield í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær en liðin eigast við á Ítalíu í næstu viku. Í átta liða úrslitunum tapaði Roma fyrri leiknum á móti Barcelona á Camp Nou, 4:1, en vann síðari leikinn, 3:0, og komst þar með í undanúrslitin.

Úrslitin á móti Liverpool eru betri en 4:1 tapið á móti Barcelona og því lifir vonin. Þeir sem ekki trúa því geta verið heima. Við eigum meiri möguleika heldur en í einvíginu á móti Barcelona,“ sagði Francesco eftir leikinn en eftir að hafa lent 5:0 undir tókst Rómverjum að klóra í bakkann með því að skora tvö mörk á lokakaflanum.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert