Real Madrid sneri taflinu við gegn Bayern

Leikmenn Real Madrid fagna jöfnunarmarki Real Madrid í kvöld.
Leikmenn Real Madrid fagna jöfnunarmarki Real Madrid í kvöld. AFP

Real Madrid er í lykilstöðu að tryggja sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir 2:1 sigur á útivelli gegn Bayern München í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum keppninnar í Þýskalandi í kvöld.

Leikurinn var afar fjörugur, en heimamenn í Bayern urðu fyrir miklu áfalli á fyrstu 30 mínútum leiksins þar sem tveir leikmenn fóru meiddir af velli. Fyrst var það Arjen Robben eftir einungis nokkurra mínútna leik áður en Jerome Boateng fór sömu leið.

Þrátt fyrir það var það Bayern sem skoraði fyrsta mark leiksins á 28. mínútu. Joshua Kimmich fékk þá laglega stungusendingu, hljóp af stað frá miðju með liðsfélaga sína að skapa sér færi en kláraði færið sjálfur með hnitmiðuðu skoti. Staðan 1:0 fyrir Bayern.

Bayern fékk fleiri færi en það var aftur á móti Real Madrid sem komst aftur inn í leikinn fyrir hlé. Heimamenn náðu þá ekki að hreinsa boltann frá, svo hann datt fyrir Marcelo sem náði viðstöðulausu skoti í hornið. Staðan 1:1 í hálfleik.

Bæði lið fengu sín færi eftir hlé en það var Real Madrid sem náði að skora og var markið keimlíkt því sem Bayern skoraði. Heimamenn töpuðu þá boltanum á miðjunni, gestirnir voru tveir gegn tveimur þar sem Lucas Vázques kom boltanum á varamanninn Marco Asensio sem vippaði ískaldur í netið. Staðan 2:1 fyrir Real Madrid.

Bayern pressaði stíft eftir þetta en gekk þó illa að opna vörn Real Madrid sem hélt vel. Lokatölur 2:1 fyrir Real sem stendur vel að vígi með tvö útivallarmörk skoruð í einvíginu. Liðin mætast í síðari viðureign sinni í Madríd 1. maí.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Bayern 1:2 Real Madrid opna loka
90. mín. +3. Bayern er ekki að ná að ógna marki Real að ráði í uppbótartímanum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert