Ronaldo og Real Madrid í sögubækurnar

Bæði Real Madrid og Cristiano Ronaldo náðu sögulegum áföngum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld þegar Real vann 2:1-útisigur gegn Bayern München í fyrri undanúrslitaleik liðanna.

Þetta var 150. sigur Real Madrid í þessari keppni og hefur ekkert annað lið í sögu Meistaradeildarinnar unnið fleiri leiki. Þá hefur Ronaldo verið í sigurliði í 96 leikjum í keppninni, oftar en nokkur annar leikmaður í sögu hennar. Hann var áður jafn markverðinum Iker Casillas.

Síðari leikur Real Madrid og Bayern München fer fram í næstu viku en í hinni viðureigninni mætast Liverpool og Roma. Liverpool vann fyrri leik liðanna 5:2. Úrslitaleikur keppninnar fer fram í Kænugarði í Úkraínu þann 28. maí næstkomandi.

Cristiano Ronaldo með boltann í leiknum gegn Bayern í kvöld.
Cristiano Ronaldo með boltann í leiknum gegn Bayern í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert