Arsenal í basli með tíu leikmenn Atlético

Alexandre Lacazette fagnar marki sínu.
Alexandre Lacazette fagnar marki sínu. AFP

Arsenal og Atlético Madríd gerðu í kvöld 1:1-jafntefli á Emirates-vellinum í fyrri leik liðanna í Evrópudeildinni í fótbolta, þrátt fyrir að Atlético hafi leikið manni færri í 80 mínútur.

Šime Vrsaljko fékk tvö gul spjöld á fyrstu tíu mínútunum og var Diego Simeone, knattspyrnustjóra Atlético Madrid, vikið upp í stúku vegna mótmæla í kjölfarið. Þrátt fyrir það var ekkert mark skorað í fyrri hálfleik. 

Alexandre Lacazette braut ísinn á 61. mínútu með glæsilegu skallamarki og virtust ellefu leikmenn Arsenal að sigla sigri í hús. Antoine Griezmann var hins vegar á öðru máli því hann skoraði jöfnunarmarkið á 81. mínútu og þar við sat. 

Í hinum undanúrslitaleiknum hafði Marseille betur á móti RB Salzburg á heimavelli, 2:0. Florian Thauvin og Clinton N'Jie skoruðu mörk Marseille. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert