Enginn Zlatan á HM

Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. AFP

Nú er það orðið endanlega ljóst að Zlatan Ibrahimovic mun ekki snúa aftur í sænska landsliðið í knattspyrnu og spila með því á HM í Rússlandi í sumar.

Sænska knattspyrnusambandið staðfestir þetta á vef sínum í dag en orðrómur hefur verið í gangi að Zlatan kynni að snúa aftur í landsliðið.

„Ég ræddi við Zlatan á þriðjudaginn. Hann sagði mér að hann hafi ekki breytt afstöðu sinni varðandi landsliðið. Hann segir ennþá nei,“ segir Lars Richt framkvæmdastjóri sænska knattspyrnusambandsins á vef þess.

Zlatan, sem er 36 ára gamall og gekk til liðs við bandaríska liðið LA Galaxy í vetur frá Manchester United, á að baki 116 leiki með sænska landsliðinu og er markahæstur í sögu þess með 62 mörk. Hann ákvað að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir Evrópumótið í Frakklandi fyrir tveimur árum.

<br/><br/>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert