Arnór skoraði bæði mörk Norrköping

Arnór Sigurðsson skoraði tvö.
Arnór Sigurðsson skoraði tvö. Ljósmynd/http://svenskfotboll.se/allsvenskan/

Skagamaðurinn ungi Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði Norrköping sem vann 2:0-útisigur á Östersund í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Óhætt er að segja að Arnór hafi nýtt tækifærið vel, því hann skoraði bæði mörk Norrköping. Guðmundur Þórarinsson lagði þau bæði upp.

Arnór er aðeins 18 ára gamall og spilaði hann sína fyrstu leiki fyrir Norrköping á síðustu leiktíð og eru mörkin tvö þau fyrstu sem hann skorar í deildinni. Arnór fór af velli á 79. mínútu.

Guðmundur Þórarinsson og Jón Guðni Fjóluson léku báðir allan leikinn fyrir Norrköping en Alfons Sampsted var allan tímann á varamannabekknum. Norrköping er í 3. sæti deildarinnar með 13 stig. Hér að neðan má sjá Guðmund og Arnór bregða á leik í viðtali eftir leikinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert