Andri Rúnar kominn með fjögur mörk

Andri Rúnar Bjarnason.
Andri Rúnar Bjarnason. Ljósmynd/Helsingborg

Andri Rúnar Bjarnason og félagar hjá Helsingborg gerðu ansi svekkjandi 1:1-jafntefli við Landskrona á útivelli í sænsku B-deildinni í fótbolta í dag. 

Framherjinn kom Helsingborg yfir á 81. mínútu og virtist það ætla verða sigurmarkið. Sadat Karim jafnaði hins vegar á síðustu mínútu uppbótartímans og þar við sat. 

Andri Rúnar er kominn með fjögur deildarmörk í sex leikjum með Helsingborg sem er í fjórða sæti með 11 stig. 

Markið má sjá með að smella hér

mbl.is