Maradona í áhugavert nýtt starf

Maradona skrifar undir þriggja ára samning í dag.
Maradona skrifar undir þriggja ára samning í dag. Ljósmynd/dynamo-brest.by

Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona er kominn í ansi óvænt nýtt starf. Maradona skrifaði undir þriggja ára samning við Dynamo Brest frá Hvíta-Rússlandi og verður hann nýr forseti félagsins.

Maradona mun auk þess hafa yfirumsjón með stefnumálum félagsins og m.a. yngriflokkastarfi þess. Maradona byrjar í nýja starfinu eftir HM í Rússlandi. 

Argentínumaðurinn er 57 ára og hefur komið víða við eftir að hann hætti að spila fótbolta. Síðast þjálfaði hann Al Fujairah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 

Dynamo Brest endaði í 8. sæti hvít-rússnesku deildarinnar á síðustu leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert