Eru með bestu leikmenn í heimi

Lionel Messi.
Lionel Messi. AFP

Argentínumaðurinn Lionel Messi í liði Barcelona segir ekkert lið í heimi sé jafn líklegt til að vinna leiki þegar það spilar illa og Real Madrid.

Real Madrid stefnir á að vinna Evrópumeistaratitilinn þriðja árið í röð en liðið etur kappi við Liverpool í úrslitaleik í Kiev þann 26. þessa mánaðar.

„Í stöðu frá stöðu þá er Real Madrid með bestu leikmenn í heimi. Real Madrid hefur eitt sem ekkert annað lið er með. Þegar það spilar illa þá nær það samt góðum úrslitum. Við þurfum hins vegar að spila vel til að vinna leiki,“ segir Messi í viðtali við TyC Sports en hann mætir Íslendingum í fyrsta leiknum á HM í Moskvu þann 16. júní.

„Við hefðum átt að komast í undanúrslitin en við gerðum slæm mistök eftir að hafa unnið fyrri leikinn á móti Roma 4:1. Þetta voru gríðarleg vonbrigði. Það er hvatning fyrir mig að sjá Real Madrid aftur í úrslitum í Meistaradeildinni og sjá liðið vinna deildin. Ég vil vinna Meistaradeildina á hverju ári og Spánarmeistaratitilinn.“

mbl.is