Martial og Lacazette ekki til Rússlands

Didier Deschamps.
Didier Deschamps. AFP

Anthony Martial, leikmaður Manchester United, og Alexandre Lacazette, leikmaður Arsenal, hlutu ekki náð fyrir augum Didier Deschamps, þjálfara franska landsliðsins, er hann valdi 23ja manna hóp Frakka fyrir HM í Rússlandi.

Önnur nöfn í stærri kantinum sem ekki eru á leið til Rússlands að öllu óbreyttu eru þeir Dimitry Payet hjá Marseille og Kingsley Coman hjá Bayern München.

23ja manna hópur Frakka:

Hugo Lloris, Steve Mandanda, Alphonse Areola, Djibril Sidibé, Benjamin Pavard, Raphaël Varane, Presnel Kimpembe, Adil Rami, Samuel Umtiti, Lucas Hernandez, Benjamin Mendy, Paul Pogba, N’Golo Kanté, Corentin Tolisso, Blaise Matuidi, Steven N’Zonzi, Thomas Lemar, Kylian Mbappé, Olivier Giroud, Antoine Griezmann, Ousmane Dembélé, Nabil Fékir, Florian Thauvin.

Þeir sem eru á biðlistanum ef einhver af ofantöldum forfallast:

Wissam Ben Yedder, Kingsley Coman, Benoît Costil, Mathieu Debuchy, Lucas Digne, Alexandre Lacazette, Anthony Martial, Adrien Rabiot, Mamadou Sakho, Moussa Sissoko, Kurt Zouma

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert