Arnór stefnir á næsta leik

Arnór Ingvi í leik gegn Katar.
Arnór Ingvi í leik gegn Katar. AFP

Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í knattspyrnu og einn HM-faranna 23 sem valdir voru í síðustu viku, er ekki alvarlega meiddur. Arnór meiddist í ökkla í leik með Malmö í sænsku úrvalsdeildinni á sunnudag og missti af leik með liðinu í fyrrakvöld.

Malmö á eftir tvo leiki fram að HM-fríi, gegn Häcken á sunnudag og Dalkurd viku síðar.

„Þetta er ekkert alvarlegt sem er að og markmiðið er að ná leiknum á sunnudaginn næsta,“ er haft eftir Arnóri á vef RÚV.