Martinez framlengdi við Belga

Roberto Martinez.
Roberto Martinez. AFP

Roberto Martinez landsliðsþjálfari Belga í knattspyrnu hefur framlengt samning sinn við belgíska knattspyrnusambandið.

Martinez skrifaði undir samning sem gildir til ársins 2020 en hann hefur stýrt liðinu frá árinu 2016. Margir spá Belgum velgengni á heimsmeistaramótinu í Rússlandi en þeir leika í riðli með Englandi, Túnis og Panama.

Belgar eru ásamt Svisslendingum  með Íslendingum í riðli í Þjóðardeildinni og taka Íslendingar á móti Belgum á Laugardalsvellinum í september.

mbl.is