Neuer í leikmannahópi Bæjara fyrir bikarúrslitaleikinn

Manuel Neuer.
Manuel Neuer. AFP

Markvörðurinn Manuel Neuer hefur verið í leikmannahóp Bayern München sem mætir Eintracht Frankfurt í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar í knattspyrnu á ólympíuleikvanginum í Berlín á morgun.

Markvörðurinn frábæri hefur verið frá keppni vegna meiðsla síðustu átta mánuði eða frá því hann fótbrotnaði í september. Reiknað er með að Neuer verði á bekknum og að Sven Ulreich standi á milli stanganna.

Neuer var valinn í HM-hóp Þjóðverja en það á eftir að láta á það reyna hvort hann sé klár í slaginn eftir að hafa verið svo lengi frá keppni.

mbl.is