Kjartan í áfalli eftir leikinn í gær

Kjartan Henry Finnbogason
Kjartan Henry Finnbogason AFP

Kjartan Henry Finnbogason kom inn á sem varamaður fyrir Horsens á 84. mínútu á móti Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær í stöðunni 2:0 fyrir Bröndby. Nokkrum mínútum síðar var Kjartan búinn að jafna með sínu öðru marki.

Mörkin þýða að danski meistaratitillinn er ekki lengur í höndum Bröndby, sem þarf að treysta á að Midtjylland tapi einnig á móti Horsens í lokaumferðinni og vinna sinn leik. 

Eftir leik voru grímuklæddir stuðningsmenn Bröndby mættir inn á völlinn sem endaði með slagsmálum. Sex manns voru handteknir og mikil ólæti voru á vellinum. 

„Ég er í áfalli og tilfinningarnar eru blendnar. Fólk meiddist á vellinum og þá er fótboltinn ekki mikilvægur lengur. Ég finn til með Bröndby," sagði Kjartan í samtali við bold.dk eftir leik. 

„Þetta hefði ekki getað verið betra fyrir mig í mínum síðasta heimaleik, en þetta snýst ekki um mig. Þetta er miklu stærra og alvarlegra en það," sagði Kjartan ennfremur, en þetta var síðasti heimaleikur Horsens á tímabilinu og Kjartan yfirgefur félagið í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert