Morata og Bellerin úti í kuldanum

Alvaro Morata.
Alvaro Morata. AFP

Alvaro Morata framherji nýkrýndra bikarmeistara Chelsea var ekki valinn í 23 manna HM-hóp Spánverja í knattspyrnu sem landsliðsþjálfarinn Julen Lopetegui  opinberaði í morgun.

Í hópi Spánverja eru leikmenn eins og David De Gea, David Silva, Nacho Monreal, André Iniesta og Diego Costa en Morata og Hector Bellerin leikmaður Arsenal hlutu ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans.

Spánn leikur í B-riðli á HM ásamt Portúgal, Íran og Marokkó.

HM-hópur Spánverja lítur svona út:

Markverðir: Kepa Arrizabalaga, David De Gea, Pepe Reina

Varnarmenn: Dani Carjaval, Alvaro Odriozola, Sergio Ramos, Jordi Alba, Gerard Pique, Nacho, Nacho Monreal

Miðjumenn: Sergio Busquets, Saul Niguez, Koke, Thiago Alcantara, Andrés Iniesta, David Silva, Isco, Marco Asensio

Framherjar: Lucas Vazquez, Iago Aspas, Rodrigo Moreno, Diego Costa

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert