Zlatan fékk rautt fyrir að slá mótherja – myndband

Zlatan Ibrahimovic lét reka sig af velli í kvöld.
Zlatan Ibrahimovic lét reka sig af velli í kvöld. AFP

Zlatan Ibrahimovic, framherji LA Galaxy í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu, fékk að líta beint rautt spjald í leik liðsins gegn Montreal Impact í kvöld fyrir að slá til Michael Petrasso, leikmanns Montreal.

Atvikið átti sér stað á 39. mínútu leiksins en Petrasso virtist stíga óvart á framherjann, með fyrrgreindum afleiðingum. Zlatan brást reiður við og sló hann í andlitið en dómari leiksins studdist við myndbandsupptökur, áður en hann rak Svíann af velli.

Leiknum lauk með 1:0 sigri LA Galaxy og var það Ole Kamara sem skoraði eina mark leiksins á 75. mínútu en liðið er í fjórtánda sæti deildarinnar með 13 stig eftir fyrstu ellefu leikina.

Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is