UEFA kærir Liverpool og Roma

Frá leik Liverpool og Roma.
Frá leik Liverpool og Roma. AFP

Evrópska knattspyrnusambandið kærði í dag Liverpool og Roma vegna óláta stuðningsmanna fyrir fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu 24. apríl síðastliðinn.

Liverpool var kært fyrir að sprengja flugelda og kasta aðskotahlutum á meðan bæði lið voru kærð fyrir ólæti sem áttu sér stað fyrir utan Anfield-völlinn í Liverpool. 

Einn stuðningsmaður Liverpool endaði þungt haldinn á spítala eftir átök stuðningsmanna beggja félaga. Engin læti áttu sér stað í síðari leik liðanna sem spilaður var á Ítalíu 2. maí. 

Aganefnd UEFA tekur málið fyrir 31. maí næstkomandi. 

mbl.is