Neitar að vera til vara fyrir HM

Adrien Rabiot.
Adrien Rabiot. AFP

Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot, leikmaður PSG, hefur neitað að vera á varalista franska landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi eftir að hafa ekki verið valinn í lokahópinn.

Landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps hefur valið 23 manna lokahóp og var Rabiot ekki þar á meðal. Hinn 23 ára gamli miðjumaður var hins vegar á lista sem skilað var inn til FIFA og inniheldur þá leikmenn sem aðeins má kalla til fyrir HM ef eitthvað kemur upp á. Rabiot hefur hins vegar neitað að vera til taks.

„Vonbrigði hans gefa honum ekki leyfi til þess að gefast upp og neita að gera sitt fyrir Frakkland. Það að vera á meðal bestu leikmanna Frakklands eru forréttindi fyrir alla leikmenn. Hann hefur tekið slæma ákvörðun sem mun aðeins koma honum illa,“ er haft eftir Noel le Graet, forseta franska knattspyrnusambandsins.

23ja manna hóp­ur Frakka:

Hugo Ll­or­is, Steve Mandanda, Alp­hon­se Areola, Dji­bril Sidi­bé, Benjam­in Pav­ard, Raphaël Vara­ne, Presnel Kim­p­em­be, Adil Rami, Samu­el Umtiti, Lucas Hern­and­ez, Benjam­in Men­dy, Paul Pogba, N’­Golo Kanté, Cor­ent­in Tol­is­so, Blaise Matuidi, Steven N’Zonzi, Thom­as Lem­ar, Kyli­an Mbappé, Oli­vier Giroud, Antoine Griezmann, Ousma­ne Dembé­lé, Nabil Fék­ir, Flori­an Thau­vin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert