Valinn mikilvægasti leikmaðurinn

Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Nordsjælland.
Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Nordsjælland. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson var útnefndur mikilvægasti leikmaðurinn á lokahófi danska úrvalsdeildarliðsins Nordsjælland.

Rúnar Alex átti virkilega gott tímabil á milli stanganna hjá Nordsjælland, sem endaði í þriðja sæti í dönsku úrvalsdeildinni og tryggði sér sæti í Evrópudeildinni, en hann lék alla 36 leiki liðsins á tímabilinu.

Rúnar Alex var á dögunum valinn í HM-hópinn ásamt markvörðunum Hannesi Þór Halldórssyni og Frederik Schram.

Mathias Jensen var útnefndur leikmaður ársins hjá Nordsjælland en hann skoraði 12 mörk á leiktíðinni og gaf 10 stoðsendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert