Sara er eins og Ronaldo

Sara Björk Gunnarsdóttir og Alexander Jura.
Sara Björk Gunnarsdóttir og Alexander Jura. mbl.is/Sindri Sverrisson

„Við kynntumst fyrst þegar Sara kom til félagsins og þá var hún bara nýr leikmaður fyrir mér. En eftir því sem hún kom oftar í meðferð þá kynntist maður betur manneskjunni, ekki bara fótboltakonunni, og smám saman þróuðust einhverjar tilfinningar þó að það hafi ekki verið ætlunin,“ segir Þjóðverjinn Alexander Jura.

Þessi 26 ára gamli sjúkraþjálfari hefur tvöfalda ástæðu til að fagna takist Wolfsburg að vinna Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna hér í Kiev í dag. Þetta er þriðja tímabil hans sem starfsmaður Wolfsburg og nú á hann kærustu í liðinu, landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur, sem gekk í raðir Wolfsburg sumarið 2016. Alex, eins og hann er kallaður, segir nauðsynlegt fyrir parið að aðskilja einkalíf og vinnu og að það gangi vel:

„Þetta er mitt starf og við erum mjög fagmannleg hvað þetta varðar. Ef hún þarf meðferð og kemur til mín er hún bara eins og hver annar leikmaður, og við erum auk þess þrír sjúkraþjálfarar sem skiptum tímunum á milli okkar.“ Á ferðalögum Wolfsburg, sem eru mörg hjá liði sem orðið hefur þýskur meistari og bikarmeistari síðustu tvö ár, verða þau svo að sofa hvort í sínu herberginu. Sara er til að mynda herbergisfélagi hinnar bandarísku Ellu Masar hér í Kiev.

Ýtarlegt við er við Jura í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun og þar úrskýrir hann m.a. hvað Sara eigi sameiginlegt með Cristian Ronaldo.

Blaðamaður Morg­un­blaðsins og mbl.is, Sindri Sverrisson, er í Kiev og flyt­ur frétt­ir tengd­ar Söru, und­ir­bún­ingi og eft­ir­mál­um úr­slita­leiks­ Meistaradeildarinnar í knattspyrnu sem fram fer í kvöld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert