Þetta er bara fótboltaleikur

Jürgen Klopp var glaður á fréttamannafundi.
Jürgen Klopp var glaður á fréttamannafundi. AFP

Liverpool mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld og er knattspyrnustjóri enska liðsins, Jürgen Klopp, greinilega staðráðinn að halda sínum mönnum á jörðinni.

Klopp sagði á blaðamannafundi í dag að undirbúningurinn fyrir leikinn væri eins og fyrir hvern annan leik, enda væri þetta bara fótboltaleikur. 

„Flestir leikmenn verða stressaðir fyrir leikinn, það er eðlilegt. Þetta er hins vegar bara fótboltaleikur, þú skýtur, gefur fyrir, skallar og tekur hjólhestaspyrnur ef þú vilt.

Ég vil að leikmenn spili eins og venjulega því þetta er bara fótboltaleikur, hann er kannski stór, en þetta er bara fótbolti,“ sagði Klopp. 

mbl.is