Eiður Smári spáir Real Madrid sigri

Eiður Smári Guðjohnsen spáir því að Real verði Evrópumeistari í …
Eiður Smári Guðjohnsen spáir því að Real verði Evrópumeistari í kvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen spáir því að Real Madrid verði Evrópumeistari í fótbolta í kvöld á kostnað Liverpool. Liðin mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Kiev kl. 18:45.

Hann segir reynslu Madridarliðsins koma sterka inn, en Real er meistari síðustu tveggja ára. 

„Liverpool hefur verið mjög gott síðari hluta leiktíðar en Madrid er með reynsluna og leikmenn sem geta breytt leikjum á augabragði," sagði Eiður í samtali við Omnisport.

„Ég held reynsla síðustu tveggja ára og saga félagsins muni hjálpa og Madrid lyftir bikarnum. Liverpool á samt möguleika. Vörnin þeirra er betri en síðustu ár og Mane, Firmino og Salah mynda svo hættulegustu sóknarlínuna í evrópskum fótbolta," bætti Eiður Smári Guðjohnsen við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert