Í heimsklassa á meðan hásinin hélt

Sörur. Sarah Bouhaddi, markvörður Lyon, slær Söru Björk Gunnarsdóttur í …
Sörur. Sarah Bouhaddi, markvörður Lyon, slær Söru Björk Gunnarsdóttur í andlitið í úrslitaleiknum. Átti mögulega að dæma vítaspyrnu þarna? AFP

Þó að hún fengi bara að spila 55 mínútur færði Sara Björk Gunnarsdóttir fyrir því frekari sannanir með frammistöðu sinni í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fyrrakvöld að hún er algjör heimsklassamiðjumaður.

Tvö ár í röð hefur hún verið kjörin einn 15 bestu miðjumanna heims og það sást vel í leiknum hvers vegna, bæði áður en hún meiddist en ekki síður þegar Lyon tók yfir leikinn eftir að Sara fór meidd af velli.

Það er eðlilegt að svekkja sig á þessari niðurstöðu næstu daga; tapi í úrslitaleiknum og hugsanlega langvinnum meiðslum. Þegar fram líður munu Sara og aðrir hins vegar geta litið um öxl á magnaða leiktíð sem hún hefur átt á öðru ári sínu í Þýskalandi. Hún var lykilmaður í liði sem vann erfiðustu landsdeild í heimi, varð tvöfaldur meistari í Þýskalandi og endaði með silfurverðlaun eftir framlengdan úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Keppni sem hún endaði 3.-4. markahæst í þrátt fyrir að spila sem aftasti miðjumaður.

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert