Maradona hefur áhyggjur af Íslandi

Diego Maradona er skrautlegur.
Diego Maradona er skrautlegur. AFP

Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona hefur áhyggjur af landsliði þjóðar sinnar fyrir HM í Rússlandi. Argentína er með Íslandi, Nígeríu og Króatíu í D-riðli og mætir Íslandi í fyrsta leik í Moskvu 16. júní næstkomandi.

Maradona virðist hafa ansi litla trú á liðinu og skaut hann föstum skotum að því í viðtali í gær. 

„Ég hef áhyggjur, miklar áhyggjur. Vonandi gengur fyrsti leikurinn vel en það verður ekki létt á móti Íslandi. Þetta er erfiður riðill og argentínska liðið er ekki með neina reynslu, leiðtoga eða leikskipulag. Liðið spilar 2-3-3-2 sem var síðast notað árið 1930,“ sagði Maradona í samtali við Abu Dhabi Sport. 

mbl.is