Juventus staðfestir kaup sín á Costa

Douglas Costa hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Ítalíumeistara …
Douglas Costa hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Ítalíumeistara Juventus. AFP

Ítalska knattspyrnufélagið Juventus staðfesti fyrr í dag kaup sín á brasilíska sóknarmanninum Douglas Costa. Hann kemur til félagsins frá Bayern München en Costa var á láni hjá Juventus á síðustu leiktíð. Hann skrifar undir fjögurra ára samning við Ítalíumeistarana en kaupverðið er 40 milljónir evra.

Costa var frábær með Juventus á nýafstaðinni leiktíð og skoraði fjögur mörk og lagði upp önnur tólf í 31 leik með liðinu í ítölsku A-deildinni. Costa er í brasilíska landsliðshópnum sem fer á HM í Rússlandi en hann á 23 landsleiki þar sem hann hefur skorað þrjú mörk. 

mbl.is