PSG þarf að selja leikmenn

Í tilkynningu frá UEFA kom fram að PSG hafi ekki ...
Í tilkynningu frá UEFA kom fram að PSG hafi ekki brotið FFP-reglurnar en áréttaði að liðið verði áfram til athugunar. AFP

Franska knattspyrnuliðið PSG þarf að selja leikmenn fyrir 60 miljónir evra ef það ætlar að komast hjá því að brjóta reglur UEFA um fjárhagslega sanngirni (FFP).

Í tilkynningu frá UEFA kom fram að PSG hafi ekki brotið FFP-reglurnar en áréttaði að liðið verði áfram í athugun.

UEFA hóf að rannasaka PSG í september eftir að liðið keypti Neymar á 200 miljón punda og fékk Kylian Mbappe að láni með forkaupsrétt upp á 165 miljónir punda. Liðið, sem er í eigu fjárfesta frá Katar, geta því ekki haldið áfram að kaupa leikmenn án þess að selja.

mbl.is