Fáránlegt að reka Lopetegui

Julen Lopetegui ásamt Florentio Peréz.
Julen Lopetegui ásamt Florentio Peréz. AFP

Florentino Peréz, forseti spænska knattspyrnufélagsins Real Madrid, segir ákvörðun spænska knattspyrnusambandsins að reka Julen Lopetegui sem landsliðsþjálfara rétt fyrir fyrsta leik þjóðarinnar á HM í Rússlandi vera fáránlega. 

Lopetegui var tilkynntur sem arftaki Zinedine Zidane sem knattspyrnustjóri Real Madrid í vikunni og var hann rekinn frá sem stjóri spænska liðsins í kjölfarið. Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, var ekki sáttur við tímasetningu ráðningarinnar og rak því þjálfarann. 

„Þetta voru fáránleg viðbrögð og ekkert nema misskilningur. Rubiales vildi særa Real Madrid á meðan við vildum ráða stjóra sem fyrst til að vera laus við alla orðróma á meðan á keppninni í Rússlandi stæði," sagði Pérez. 

„Það var engin ástæða til að reka Lopetegui og við finnum allir til með honum," bætti Florentino Pérez við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert