Langþráður sigur Íslendingaliðsins

Andri Rúnar Bjarnason í búningi Helsingborgar.
Andri Rúnar Bjarnason í búningi Helsingborgar. Ljósmynd/Helsingborg

Start vann langþráðan sigur í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag er liðið hafði betur gegn Kristiansund, 2:0, á heimavelli.

Kevin Kabran og Mathias Bringaker skoruðu mörkin en Aron Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Start. Þetta var aðeins annar sigurleikur liðsins í 13 deildarleikjum en Start situr í næstneðsta sæti deildarinnar með 11 stig eftir 14 umferðir.

Rosenborg skellti Vålerenga svo 3:0 í sömu deild. Matthías Vilhjálmsson er fjarri góðu gamni í liði Rosenborg vegna meiðsla og Samúel Kári Friðjónsson leikur auðvitað ekki með Vålerenga þessa daganna en hann er í Rússlandi með íslenska landsliðinu.

Orri Sigurður Ómarsson og félagar í HamKam töpuðu 2:0-gegn Viking í norsku fyrstu deildinni en Orri lék allan leikinn. HamKam situr í 12. sæti deildarinnar með 16 stig að 14 umferðum loknum.

Andri Rúnar Bjarnason var á sínum stað í sókn Helsingborg en liðið vann 1:0-sigur á Värnamo í sænsku efstu deildinni. Andri Rúnar og félagar eru í öðru sæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert