Bendtner skorar alltaf mörk

Patrick Pedersen
Patrick Pedersen Ljósmynd/Sigfús Gunnar

„Þetta verður erfiður leikur því Rosenborg er eitt stærsta félagið á Norðurlöndunum. Ef við spilum okkar besta leik þá er möguleiki. Þetta er fótbolti, þetta er ellefu á móti ellefu en við verðum að eiga okkar allra besta leik til að eiga möguleika," sagði Patrick Pedersen, framherji Vals í samtali við mbl.is í gær. 

Valsmenn mæta Rosenborg í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld og býst Pedersen við ansi erfiðum leik, á móti liði sem hann þekkir vel að tapa á móti, frá því að hann spilaði með Viking í Noregi. 

„Þetta lið spilar góðan fótbolta og er með líkamlega sterka leikmenn. Ég spilaði nokkrum sinnum við þetta lið með Viking og tapaði alltaf. Þetta er mjög gott lið."

Nicklas Bendtner, fyrrverandi framherji Arsenal, spilar með Rosenborg og hlakkar Pedersen til að spila á móti honum enda báðir danskir framherjar. 

„Það þekkja allir Nicklas Bendtner og það var leiðinlegt að hann spilaði ekki á HM. Það kom mér á óvart að hann fór ekki til Rússlands því hann skorar alltaf mörk," sagði Pedersen að endingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert