Liðsfélagar Hólmars töpuðu óvænt

Hólmar Örn Eyjólfsson leikur með Levski Sofia.
Hólmar Örn Eyjólfsson leikur með Levski Sofia. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Levski Sofia frá Búlgaríu tapaði óvænt fyrir Vaduz frá Liechtenstein í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildar karla í fótbolta í dag, 1:0. Vaduz leikur í svissnesku B-deildinni en hefur margoft náð góðum úrslitum í Evrópukeppni.

Hólmar Örn Eyjólfsson leikur með Levski Sofia, en hann var ekki með í dag þar sem hann fékk frí vegna HM í Rússlandi. 

Seinni leikur liðanna fer fram í Búlgaríu næstkomandi þriðjudag. 

mbl.is