Mark Arnórs í Meistaradeildinni (myndskeið)

Arnór Ingvi fagnar marki sínu í gærkvöld.
Arnór Ingvi fagnar marki sínu í gærkvöld. Ljósmynd/Malmö

Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason skoraði annað mark Malmö í 3:0 útisigri gegn Drita frá Kó­sovó í fyrri leik liðanna í for­keppni Meist­ara­deild­ar Evr­ópu í fót­bolta í Kosovó í gærkvöld.

Arnór Ingvi kom sínum mönnum í 2:0 með góðu skoti á 39. mínútu en hann var einnig á skotskónum með Malmö um síðustu helgi þegar liðið vann öruggan 4:0 sigur á Sirius í sænsku deildinni.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá mörkin úr leiknum og kemur mark Arnór eftir 1:15


í spilaranum.

mbl.is