Aðeins tveir sem geta fyllt skarð Ronaldo

Brasilíumaðurinn Neymar.
Brasilíumaðurinn Neymar. AFP

Daninn Michael Laudrup sem lék á árum áður með Real Madrid segir að það séu aðeins tveir leikmenn í heiminum sem geti fyllt skarð Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid.

Ronaldo hefur kvatt Real Madrid og er búinn að semja við Ítalíumeistara Juventus og nú vakna spurningar hvað leikmann eða leikmenn forráðamenn Real Madrid munu reyna að fá til að fylla skarð Portúgalans.

„Fyrir Real Madrid er það spurningin að fá stórt nafn til félagsins sem allra fyrst. Fyrir mér eru það aðeins tveir leikmenn sem koma til greina að fylla skarð Ronaldo. Það er Brasilíumaðurinn Neymar og Frakkinn Kylian Mbappe.

Þeir eru þeir einu sem hafa hæfileikana. Það er spurning hvort Mbappbe sé ekki of ungur til að fylla þetta skarð. En það getur Neymar og ég trúi því Real Madrid fari á fullt til að reyna að krækja í hann,“ segir Laudrup.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert