Ragnar samdi við Rostov

Ragnar handsalar samninginn við Rostov.
Ragnar handsalar samninginn við Rostov. Ljósmynd/Rostov

Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur gert nýjan tveggja ára samning við rússneska knattspyrnuliðið Rostov en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins.

Ragnar gekk í raðir Rostov í janúar á þessu frá rússneska liðinu Rubin Kazan þar sem hann var í láni frá enska liðinu Fulham. Ragnar lék níu leiki með Rostov á síðustu leiktíð en liðið hafnaði í 11. sæti deildarinnar.

Með Ragnari leika tveir aðrir landsliðsmenn, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson.

Ragnar, sem er 32 ára gamall, hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og lék sinn 80. landsleik í 2:1 tapi gegn Króötum í síðasta leik Íslendinga á HM í Rússlandi á dögunum. Daginn eftir leikinn greindi Ragnar frá því á Instagram-síðu sinni að hann væri hættur að leika með landsliðinu en mikill þrýstingur hefur verið á hann að endurskoða ákvörðun sína.

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla